Logosafn.is

Logosafn.is er safn allra helstu vöru- og fyrirtækjamerkja sem eru í notkun í dag

Hugmyndin

Eitt af því fyrsta sem fólk gerir þegar það stofnar fyrirtæki er að ákveða nafn og láta hanna logo/merki. Merkið er eitt af því mikilvægasta til að efla vörumerkjavitund fólks og því nauðsynlegt að um það sé vel hugsað og rétt með það farið, það birt á réttan hátt á réttum stöðum.
Starfsfólk auglýsingastofa og hönnuðir vörumerkja kannast vel við það hve mikil vinna getur farið í það þegar fyrirtæki, félagasamtök eða einstaklingar þurfa á merki fyrirtækis að halda, til dæmis vegna blaðaútgáfu eða annarrar álíka notkunar. Þá er gjarnan leitað til auglýsingastofa og hönnuða og óskað eftir því að fá tiltekið merki afgreitt sem fyrst á hinu eða þessu forminu. Slíkar afgreiðslur geta verið bæði kostnaðarsamar og tímafrekar í erli dagsins.

Safnstjóri Logosafnsins hefur lengi velt fyrir sér leiðum til að einfalda það ferli og létta þessu álagi af hönnuðunum.

Til að gera langa sögu stutta þá varð til hugmynd sem leysir þennan vanda. Svo einfalt er það. Það sem kveikti hugmyndina var hve mikill tími fór í að finna, vinna og senda eða fá send merki viðskiptavina í allavega formi til að nota við mismunandi tilefni. Þessi vinna er oft tímafrek og kostnaðarsöm og býður raunar upp á mistök þar sem viðskiptavinurinn sér ekki alltaf hvaða útgáfu hönnuðir eða auglýsingastofur eru að senda sín á milli eða til þeirra sem eru að biðja um merkin. Í sumum tilfellum er því verið að nota gömul merki, vitlausa liti eða útgáfur, sem margir segja að sé verra en að sleppa birtingu merkisins.

Annað sem hefur verið safnstjóranum hugleikið og ætti með Logosafninu að fá aukið vægi er sýnileiki grafískra hönnuða sem ætti að aukast með tilkomu safnsins. Grafískir hönnuðir hafa því miður verið dálítið ósýnilegir og eins sagan á bak við vörumerki sem oft getur verið afar athyglisverð og skemmtileg. Logosafnið getur því einnig orðið vettvangur fróðleiks um vörumerki og hönnun þeirra. Þannig eiga líka góð söfn að vera; þar á að vera hægt að finna ný og gömul eintök af því sem safnið snýst um og um leið að fá innsýn í sögulegan og fræðilegan hluta þessarar mikilvægu greinar markaðssetningar og viðskipta.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn